Fréttir


  • Klettamörk

15.1.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna Klettamarkar, verslun og þjónusta

Skipulagsstofnun staðfesti, 15. janúar 2021, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 - 2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. desember 2020.

Í breytingunni felst að um 2 ha landbúnaðarsvæði er breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu, VÞ34, þar sem heimilt verður byggja eitt íbúðarhús og vera með gistingu fyrir allt að 30 manns í 7 gistihýsum.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.