Fréttir


18.10.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna frístundabyggðar á Heiði, Rangárvöllum

Skipulagsstofnun staðfesti, 17. október 2023, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. ágúst 2023.

Í breytingunni er skilgreind ný 1,9 ha frístundabyggð F81 á Heiði á Rangárvöllum en landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur. Lóðin er í sameign nokkurra aðila og hyggjast landeigendur skipta svæðinu upp í 5 lóðir fyrir jafnmörg frístundahús en reiturinn er nú þegar nýttur sem frístundasvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.