Fréttir


  • Úr uppdrætti

15.2.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra, Stóru-Vellir, frístundasvæði

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. janúar 2016 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings ytra 13. janúar 2016.

Landnotkun á um 124 ha svæði er breytt úr frístundabyggð Í landbúnaðarsvæði. Frístundabyggðin F38 verður um 6 ha eftir breytinguna.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.