Fréttir


21.6.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna Rauðuskriðna

Skipulagsstofnun staðfesti, 20. júní 2024, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. mars 2024.

Í breytingunni felst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði VÞ38 að Rauðuskriðum vegna áforma um uppbyggingu allt að 25 gestahúsa fyrir allt að 50 gesti. Landbúnaðarsvæði L1 minnkar sem breytingunni nemur. Þá er frístundabyggð F21 minnkuð um 0,9 ha og svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði L1 en þar er gert ráð fyrir íbúðarlóð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.