Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna íbúðabyggðar og frístundabyggðar í landi Útskákar
Skipulagsstofnun staðfesti, 22. júní 2020, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. maí 2020.
Í breytingunni felst að um 4,5 ha landbúnaðarsvæðis í landi Útskákar er breytt í íbúðarbyggð ÍB-510 fyrir 5 lóðir og frístundabyggð F-453 fyrir 5 lóðir.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.