Fréttir


12.5.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna Holtahverfis

Skipulagsstofnun staðfesti þann 10. maí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. apríl 2017.

Í breytingunni er Holtahverfi, íbúðarsvæði Í13, stækkað um tvo hektara og mögulegur fjöldi íbúða á svæðinu er aukinn úr 54 í 75 íbúðir. Gönguleið færist austar með breyttri afmörkun svæðisins. 

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.