Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna Miðsvæði Sunnukriki 401-M, íbúðaruppbygging
Skipulagsstofnun staðfesti 29. september 2022 breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011- 2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 31. ágúst 2022.
Í breytingunni felst að heimiluð er uppbygging 33 íbúða á efri hæðum á miðsvæði (401-M) við Sunnukrika í Mosfellsbæ.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.