Fréttir


  • Fannborgarreitur og Traðarreitur

27.9.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs vegna Fannborgarreits og Traðarreits vestur

Skipulagsstofnun staðfesti, 24. september 2021, breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. maí 2021.

Í breytingunni felst mótun stefnu um þróunarsvæði ÞR-7 sem nær til Fannborgarreits, sem er hluti miðsvæðis M-1 (reitur B1-1 sbr. hverfareiti) og Traðarreits vestur, sem er hluti íbúðarsvæðis ÍB-2 Digranes (reitur B4 sbr. hverfareiti). Landnotkun verður óbreytt en með breytingunni er byggingarmagn aukið og íbúðum fjölgað.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.