Fréttir


8.2.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna stækkunar frístundabyggðar og nýrra vatnsbóla í landi Hvamms og Hvammsvíkur

Skipulagsstofnun staðfesti, 8. febrúar 2024, breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. nóvember 2023.

Í breytingunni felst stækkun frístundabyggðar F21 um 15 ha til suðurs að Hvalfjarðarvegi, úr 23 í 38 ha. Efnistökusvæði E13 er fellt út úr skipulagi og gert er ráð fyrir nýjum vatnsbólum VB26 og VB27. Ofangreindar breytingar eru í landi Hvamms og Hvammsvíkur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.