Fréttir


15.12.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna breyttrar afmörkunar frístundabyggðar í landi Flekkudals

Skipulagsstofnun staðfesti 14. desember 2022 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. október 2022.

Í breytingunni felst að afmörkun frístundabyggðar F4b er endurskilgreind, hún stækkar um 1,16 ha undir hlíðum Miðmundardalshnjúks en minnkar um 0,35 ha sunnan Vatnsbakkavegar.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.