Fréttir


14.1.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar vegna flugþjónustusvæðis FLE2

Skipulagsstofnun staðfesti, 14. janúar 2019, breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 sem samþykkt var í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og hjá Landhelgisgæslunni 9. nóvember 2018.

Í breytingunni felst að heimila aukið byggingarmagn á flugþjónustusvæði FLE2 úr 65.000 m2 í 190.000 m2. Breyting á töflu 3.5 í greinargerð aðalskipulagsins, sbr. kafli 2.1.2 í skipulagsbreytingunni, gerir ráð fyrir að byggingarheimildirnar falli undir flugtengda starfsemi en að svo kölluð önnur uppbygging (hótel o.fl.) verði óbreytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.