Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps vegna iðnaðarsvæðis og frístundabyggðar í landi Ásmundarness
Skipulagsstofnun staðfesti 18. nóvember 2022 breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 19. september 2022.
Í breytingunni felst skilgreining á um 5,3 ha iðnaðarsvæði I11 í landi Ásmundarness í Bjarnarfirði vegna áforma um allt að 45 tonna fiskeldi. Jafnframt er skilgreint um 3,8 ha frístundabyggð FS11 þar sem gert er ráð fyrir sjö frístundalóðum. Landbúnaðarsvæði minnkar til samræmis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.