Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna Sundstrætis og atvinnuhúsnæðis á Norðurtanga
Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna Sundstrætis og atvinnuhúsnæðis á Norðurtanga
Skipulagsstofnun staðfesti 13. apríl 2021 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. desember 2020.
Í breytingunni felst að göngustígur í Sundstræti er færður á svæði Ú17 á ströndinni og mun liggja á milli lóða og sjóvarnargarðs. Einnig er ákvæðum fyrir íbúðarsvæði Í5 breytt þar sem heimilt verður að nýta eldra atvinnuhúsnæði í Norðurtanga fyrir hreinlega atvinnustarfsemi auk íbúða.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.