Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna Mjólkárvirkjunar
Skipulagsstofnun staðfesti þann 28. september 2017 breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 28. ágúst 2017. Breytingin nær til Mjólkárvirkjunar og veitusvæðis hennar og felst í að auka rennsli að virkjuninni með nýjum stíflum og veituskurðum. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.