Fréttir


  • Hrútatunga

2.12.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna iðnaðarsvæðis I-6 í landi Hrútatungu

Skipulagsstofnun staðfesti 23. nóvember 2020 breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 sem samþykkt var í sveitarstjórn 8. október 2020.

Í breytingunni felst að um 1 ha lóð á landbúnaðarsvæði í Hrútatungu er breytt í iðnaðarsvæði fyrir tengivirki Landsnets sem stendur til að endurnýja.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.