Fréttir


  • Landnotkun í Húnaþingi vestra

13.5.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra, þéttbýlið á Laugarbakka

Skipulagsstofnun staðfesti þann 14. apríl 2016 breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. mars 2016.

Í breytingunni felst að landnotkun á 10,1 ha svæði á Laugarbakka er breytt úr samfélagsþjónustu S-1 í verslun og þjónustu VÞ-2.

Breytingin tekur til núverandi skólahúsnæðis sem notað verður til hótelreksturs en ekki er gert ráð fyrir frekari uppbygging á svæðinu. 

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í  Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.