Fréttir


  • Efra-Langholt

29.1.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps vegna Götu í landi Efra-Langholts

Skipulagsstofnun staðfesti, 22. janúar 2021, breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. desember 2020.

Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð F16 Gata úr landi Efra-Langholts stækkar úr 126 í 135 ha. Landbúnaðarsvæði minnkar sem þessu nemur. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu inn á svæðið frá Langholtsvegi nr. 341.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda