Fréttir


11.10.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna hitaveituæðar

Skipulagsstofnun staðfesti 11. október 2019 breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, sem samþykkt var í sveitarstjórn 30. apríl 2019.

Í breytingunni felst að legu nýrrar aðveituæðar hitaveitu milli Óss og Hellulands er hliðrað um allt að 500 m frá legu eldri aðveituæðar á um 3 km kafla.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.