Fréttir


  • Miðbær Hafnarfjarðar

25.3.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar vegna miðbæjar M1

Skipulagsstofnun staðfesti, 25. mars 2022, breytingu á Aðalskipulagi Hafnafjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. mars 2022.

Breytingin nær til miðsvæðis M1 og felur í sér að stefna um að allt rými á jarðhæð í miðbænum verði nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu eigi einungis við byggð við Fjarðargötu, Strandgötu og Linnetsstíg upp að gatnamótum Austurgötu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.