Fréttir


  • Vellir

25.5.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna stofnlagnar á Völlum

Skipulagsstofnun staðfesti, 22. maí 2020, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 29. apríl 2020.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri stofnlögn VH1 frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Stærð svæðisins er 3 ha og mun lögnin að mestu liggja meðfram göngustíg í jaðri íbúðarhverfis við Grísanes en einnig um hverfisverndarsvæðin HVa8 og HVa9, sem hvort um sig minnka um 0,3 ha við breytinguna.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.