Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breyttra sveitarfélagamarka og afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Leiðarenda
Skipulagsstofnun staðfesti 16. apríl 2020 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. apríl 2020.
Í breytingunni felst aðlögun að breyttum sveitarfélagamörkum í samræmi við úrskurð Óbyggðanefndar frá 20. júní 2014. Jafnframt er bætt við 21 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF4 Leiðarendi, þar sem heimilt verður að staðsetja þjónustuhús að hámarki 50m2 og lagfæra núverandi bílastæði.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.