Fréttir


2.8.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps vegna verslunar- og þjónustusvæða á Grenivík

Skipulagsstofnun staðfesti, 1. ágúst 2024, breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. maí 2024.

Í breytingunni felst mörkun stefnu um nýtt 0,41 ha verslunar- og þjónustusvæði (118 VÞ) fyrir ferðaþjónustu norðan Akurbakkavega á óbyggðu svæði sem minnkar sem því nemur. Nýtt 1,29 ha verslunar og þjónustusvæði (126VÞ) er skilgreint sunnan Akurbakkavegar í stað athafnasvæðis (126A) og minnkar hafnarsvæði (120H) og óbyggt svæði einnig til samræmis. Þá er lega Akurbakkavegar aðlöguð lítillega að landnotkuninni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.