Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Sogsvirkjana við Úlfljótsvatn
Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Sogsvirkjana við Úlfljótsvatn
Skipulagsstofnun staðfesti 22. desember breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. desember 2021.
Í breytingunni felst staðfesting á núverandi landnotkun við Steingrímsstöð. Við Írafossstöð er áformað að reisa tengivirki og vetnisstöð við Ljósafossstöð. Gamlar byggingar verða fjarlægðar af svæðinu, háspennulína tekin niður og vegtengingar af Þingvallavatni endurskoðaðar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.