Fréttir


4.9.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna íbúðarbyggðar ÍB2 og miðsvæðis M1, Borg í Grímsnesi

Skipulagsstofnun staðfesti 3. september 2024 breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. desember 2024.

Í breytingunni felst um 2 ha stækkun á íbúðarbyggð (ÍB2) og fjölgun íbúða í allt að 220 og stækkun á miðsvæði (M1) um 2 ha í þéttbýlinu Borg. Skilgreint er nýtt 2,1 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ20) á suðvestur hluta þéttbýlisins. Aðliggjandi landnotkunarreitir breytast til samræmis. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Biskupstungnabraut.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.