Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps í landi Þórisstaða, verslun- og þjónusta
Skipulagsstofnun staðfesti, 30. mars 2022, breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 19. janúar 2022.
Í breytingunni felst skilgreining 2 ha svæðis (V12) í landi Þórisstaða fyrir verslun og þjónustu. Landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.