Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna upplands Garðabæjar
Skipulagsstofnun staðfesti 15. ágúst 2023, breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. júlí 2023.
Í breytingunni felst breyting á reiðleiða- og stígakerfi í upplandi Garðabæjar, leiðrétting á staðsetningu afþreyingar og þjónustusvæðis 5.26Af og breyting á legu Flóttamannavegar sem verður tengibraut. Einnig er íbúðarsvæði 4.13Íb minnkað og opið svæði græna trefilsins stækkað sem því nemur. Hverfisverndarsvæði 5.29Hv breytist í friðlýst svæði 5.29Fs sem einnig nær yfir hluta 5.20Hv sem minnkar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.