Fréttir


25.8.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna stækkunar íbúðarbyggðar í Urriðaholti, norðurhluta 4

Skipulagsstofnun staðfesti, 24. ágúst 2022, breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem samþykkt var í bæjarráði 28. júní 2022.

Í breytingunni felst að íbúðarbyggð í Urriðaholti, norðurhluta 4, stækkar úr 60,8 ha í 66,9 ha. Sameina á reiti 5.04 og 5.08 fyrir verslun og þjónustu og minnkar sú landnotkun sem nemur stækkun íbúðarbyggðar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.