Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil og breytingar á landnotkun, Múlaþingi
Skipulagsstofnun staðfesti, 18. mars 2024, breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. desember 2023.
Rammahluti aðalskipulags tekur til landsvæðis meðfram Stuðlagili á Efri-Jökuldal. Markmiðið með gerð rammahlutans var að móta stefnu um ferðaþjónustu og samræma yfirbragð uppbyggingar en um leið draga úr álagi á viðkvæm svæði og tryggja öryggi og ánægjulega upplifun gesta. Samhliða gerð rammahluta var unnin breyting á landnotkun við Hákonarstaði og Klaustursel.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.