Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Fljótsdalshéraðs vegna frístundabyggðar við Eiða, Múlaþingi
Skipulagsstofnun staðfesti, 9. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. september 2024.
Í breytingunni felst að skilgreind er ný 65 ha frístundabyggð F90 við Eiða sem mun skiptast niður í 50 frístundalóðir til einkanota. Þá bætist við 1,6 ha efnistökusvæði E180 við Fljótsbakka með 30.000 m3 efnistöku.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.