Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna verslunar og þjónustu á Loftsstöðum vestri
Skipulagsstofnun staðfesti, 17. mars 2022, breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. janúar 2022.
Í breytingunni felst skilgreining á 2 ha verslunar- og þjónustusvæði V23 í landi Loftsstaða vestri og minnkar landbúnaðarsvæði sem því nemur. Heimilt verður að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu fyrir allt að 85 manns í heilsárstjöldum/gestahúsum ásamt þjónustuhúsi.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.