Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 vegna íbúðarbyggðar Laugardælur ÍB1
Skipulagsstofnun staðfesti 4. maí 2020 breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem samþykkt var í sveitarstjórn Flóahrepps 3. desember 2019.
Í breytingunni felst að 0,5 ha landbúnaðarsvæði breytist í íbúðarbyggð og þar með stækkar íbúðarbyggðin Laugardælur ÍB1 um 0,5 ha og verður 8,5 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.