Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna stækkunar hafnarsvæðis á Eskifirði
Skipulagsstofnun staðfesti, 10. apríl 2019, breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. mars 2019.
Í breytingunni felst að hafnarsvæðið H1 á Eskifirði stækkar um 2,4 ha og iðnaðarsvæðið I1 stækkar um 1,4 ha auk þess sem athafnarsvæðið A2 minnkar um 0,5 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.