Fréttir


  • Stöðvarfjörður, íbúðarreitur

4.8.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar, vegna íbúðarreits á Stöðvarfirði

Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. ágúst 2017 breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. júní 2017.

Landnotkun á hluta iðnaðarsvæðis, I1, við Sævarenda og hluti opins svæðis er breytt í íbúðarsvæði, Í6.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar hún hefur öðlast gildi.