Fréttir


22.2.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna breytingar á landnotkun á Brimnesi, Ólafsfirði

Skipulagsstofnun staðfesti 22 febrúar 2024, breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. janúar 2024.

Í breytingunni felst að landnotkun á Brimnesi á Ólafsfirði er breytt vegna áforma um uppbyggingu brimbretta- og sjósundsaðstöðu. Fyrirhugað efnislosunarsvæði (328-E) er fellt út, strandssvæði (301-ST) stækkar og hafnarsvæði (307-H) minnkar til samræmis. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu (328-VÞ) er skilgreint og hverfisverndarsvæði (423-HV) er skilgreint frá fjöru að netlögum til að vernda sjávarbotn fyrir öldugang.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.