Fréttir


23.8.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar á Þormóðseyri, Siglufirði

Skipulagsstofnun staðfesti þann 28. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. júní 2017.

Breytingin felst í því að fylling austan Tjarnargötu á Siglufirði verður 0,8 ha í stað 0,7 og landnotkun á fyllingunni verður hafnarsvæði og athafnasvæði í stað hafnarsvæðis. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,7 í 3,1 ha og afmarkað er nýtt 0,7 ha athafnasvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í  Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunnar.