Fréttir


  • Miðhraun 2

24.3.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps vegna verslunar og þjónustu að Miðhrauni 2

Skipulagsstofnun staðfesti 24. mars 2021 breytingu á Aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. október 2020.

Í breytingunni felst að svæði fyrir verslun- og þjónustu (VÞ-13) er stækkað um u.þ.b. 2.800 m2 vegna aðlögunar nýrra mannvirkja að hraunjaðri og aðliggjandi mannvirkjum. Í skipulagsákvæðum er einnig bætt við að gert sé ráð fyrir baðaðstöðu. Iðnaðarsvæði I-4 og landbúnaðarsvæði minnka að sama skapi um 1.400 m2 hvor landnotkunarflokkur.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.