Fréttir


  • Uppdráttur sem sýnir legu ljósleiðara

11.8.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna ljósleiðara frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum í suðri.

Skipulagsstofnun staðfesti 7. ágúst 2020, breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. júlí 2020.

Í breytingunni felst að í stað þess að leggja ljósleiðara í sjó yfir Hamarsfjörð og Álftafjörð, verður hann að mestu lagður meðfram Þjóðvegi 1.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.