Fréttir


  • Bragðavellir

21.6.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna Bragðavalla

Skipulagsstofnun staðfesti þann 20. júní 2018 breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. maí 2018.

Í breytingunni felst að 8,25 ha landbúnaðarsvæði er breytt í verslun og þjónustu (F) fyrir ferðaþjónustu í nánd við bæjarstæðið á Bragðavöllum. Jafnframt er 127 ha landbúnaðarsvæði breytt í skógræktarsvæði.  

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi.