Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, stækkun verslunar- og þjónustu BV6, Hótel Blábjörg, Múlaþingi
Skipulagsstofnun staðfesti 10. febrúar 2022 breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 10. nóvember 2021.
Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði BV6 er stækkað um u.þ.b. 700 m2 vegna áforma um frekari uppbyggingu á lóð Hótels Blábjargar á Bakkagerði. Afmörkun íbúðarbyggðar ÍB3 er jafnframt leiðrétt og opið svæði minnkar vegna breytingarinnar.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.