Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar við Hótel Hamar í Borgarnesi
Skipulagsstofnun staðfesti 25. ágúst 2022 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. ágúst 2022.
Í breytingunni felst um 1 ha stækkun á blandaðri landnotkun (BL3) við Hótel Hamar í Borgarnesi vegna áforma um aukin umsvif og opið svæði O16 minnkar að sama skapi.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.