Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna verslunar og þjónustu í Húsafelli
Skipulagsstofnun staðfesti 1. desember 2022 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. nóvember 2022.
Í breytingunni felst að skilgreint er um 5,3 ha svæði fyrir verslun og þjónustu (S12) í landi Húsafells 1 og Bæjargils vegna áforma um starfsemi tengda ferðaþjónustu. Fyrirhuguð er bygging allt að 6 frístundahúsa til útleigu vestan Gamla bæjar auk þess sem heimilt verður að stækka Gamla bæ. Landbúnaðarsvæði minnkar til samræmis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.