Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna grunnskólans í Borgarnesi
Skipulagsstofnun staðfesti þann 27. mars 2017 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. febrúar 2017.
Í breytingunni felst að svæði fyrir þjónustustofnanir, Þ3 stækkar úr 14.841 m² í 15.350 m², en íbúðarsvæði Í1, minnkar úr 43.035 m² í 42.934 m². Afmörkun íþróttasvæðis, O1 hliðrast til suðurs og minnkar um 392 m². Nýtingahlutfall á Þ3 verður eftir breytingu 0,40 en var áður 0,22. Mannvirki á lóð grunnskólans verða rifin eða fjarlægð, til að rýma fyrir nýbyggingum/stækkun grunnskólans. Lóðir Gunnlaugsgötu 13, 21 og 21b verða sameinaðar.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.
Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.