Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna frístundabyggðar á Hraunsnefi
Skipulagsstofnun staðfesti, 3. apríl 2024 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. janúar 2024.
Í breytingunni felst ný 38 ha frístundabyggð (F147) fyrir 25 frístundalóðir. Hámarks byggingarmagn verður 3.000 m2.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.