Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í Þingvallasveit
Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. ágúst 2017 breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar, Þingvallasveit 2004-2016, sem samþykkt var í byggðarráði Bláskógabyggðar 28. júlí 2017.
Með breytingunni er fellt niður ákvæði um að ekki megi gefa út byggingarleyfi á núverandi frístundabyggðarsvæðum í Þingvallasveit nema á grundvelli deiliskipulags.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi.