Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps, Einiholt
Skipulagsstofnun staðfesti þann 21. janúar 2016 breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 10. desember 2015. Í breytingunni felst að 7 ha svæði milli þjóðvegar og Einiholtslækjar er skilgreint sem svæði fyrir verslun og þjónustu í stað landbúnaðarsvæði og efnistökusvæðis. Efnistökusvæði í Einiholti (E10) er fellt burt.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.