Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar, stígur við Eyjafjarðarbraut
Skipulagsstofnun staðfesti þann 5. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar 20. júní 2017.
Í breytingunni felst að aðalstígur meðfram Eyjafjarðarbraut verður framlengdur og tengdur stígakerfi Eyjafjarðarsveitar.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar hún hefur öðlast gildi.