Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna miðsvæðis við Þórunnarstræti og heilsugæslustöðva á Akureyri
Skipulagsstofnun staðfesti 3. júní 2021 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. maí 2021.
Í breytingunni felst að landnotkun á svo kölluðum tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti, sem að stærstum hluta er skilgreindur sem íbúðarbyggð, er breytt í miðsvæði og heimiluð uppbygging heilsugæslu auk íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu. Einnig er heimiluð starfsemi heilsugæslu innan íbúðarbyggðar ÍB19, á jarðhæð í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi á lóð við Skarðshlíð 20.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.