Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna gistingar á íbúðarsvæðum
Skipulagsstofnun staðfesti 5. mars 2019 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. janúar 2019.
Breytingin felst í að heimilt verður að endurnýja leyfi til reksturs gististaða á íbúðarsvæðum, sem hafa verið með gilt rekstrarleyfi til þessa. Miðast slík endurnýjun við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem verið hefur.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.