Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna athafnasvæðis í Flóahverfi
Skipulagsstofnun staðfesti, 12. júlí 2019, breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. maí 2019.
Í breytingunni felst að athafnasvæði A11 Flóahverfi, er stækkað til suðausturs um 3,5 ha. Gróðurbelti (O11) umhverfis svæðið og gönguleið breytast einnig. Gert er ráð fyrir 66 kV jarðstreng austan Flóahverfis að sveitarfélagamörkum.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.