Fréttir


4.5.2017

Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, Vallholt 5

Skipulagsstofnun staðfesti þann 4. maí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. apríl 2017.

Breytingin nær til lóðar nr. 5 við Vallholt sem er skilgreind sem íbúðarsvæði og felst í því að í stað tveggja hæða fjölbýlishúss fyrir námsmannaíbúðir er gert ráð fyrir íbúðum fyrir almennan markað. Stærð svæðisins er óbreytt en nýtingarhlutfall minnkar úr 1,0 í 0,75. 

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast breytingin gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.